Almennar tannlækningar

Tannviðgerðir
Með plastefnum, postulíni og öðrum viðurkendum efnum.

Útlitstannlækningar
Hvíttun tanna. útlitsbreytingar tanna með plastefnum eða postulíni auk einfaldra tannréttinga sem miða að því að fegra brosið.

Tannhreinsun og fagleg ráðgjöf um munnhirðu
Með reglulegri tannhreinsun hjá tannlækni auk góðrar tannhirðu má gera ráð fyrir að stoðvegur tannanna haldist heilbrigður lengur. Því er fagleg kennsla og ráðgjöf í munn- og tannhirðu svo mikilvæg.

Fyrirbyggjandi meðferðir
Skorufyllingar fullorðins jaxla til að fyrirbyggja skemmdir í skorum á bitflötum og flúorlökkun tanna.

Rótfyllingar
Sjáum um allar almennar rótfyllingar og erum í faglegu samstarfi við rótfyllingasérfræðinga sem við vísum á í flóknari tilfellum

Barnatannlækningar
Höfum mikla reynslu af því að vinna með börn og bjóðum þau sérstaklega velkomin.

Öldrunartannlækningar
Persónuleg þjónusta sem hæfir heilsufari og aðstæðum hvers og eins. Þjónustan miðar að því a halda sem lengst í tennur og /eða bæta upp tannmissi.

Meðferð við kæfisvefni
Hrotuskinnur.

Bitlækningar
Bitskinnur/gnísturskinnur sem draga úr sliti á tönnum og létta á álagi á kjálkaliði og vöðva í svefni.