Tannlæknar

Guðrún Jónsdóttir

Tannlæknir, eigandi

Guðrún Jónsdóttir, útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1995. Það sama ár opnaði hún sína eigin tannlæknastofu í Garðabænum þar sem hún starfaði til ársins 2017 eða þar til hún flutti stofuna sína á núverandi stað í Bæjarlind 12 Kópavogi.

Guðrún sinnir öllum almennum tannlækningum; fegrunartannlækningum, tannlækningum barna og aldraðra, rótfyllingum, tannviðgerðum, tannhreinsunum og öðru sem lýtur að heirbrigði munnhols.

Guðrún stundar virka endurmentun og sækir námskeið bæði hérlendis og erlendis til að fylgjast með nýjungum í faginu.

Guðrún hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Tannlæknafélagi Íslansds og hefur ma. setið í stjórn félagsins.

 

Júlíus Helgi Schopka

Tannlæknir, munn- og kjálkaskurðlæknir, eigandi

Júlíus útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1998. Hann var við í framhaldsnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku á árunum 2003 – 2008.

Júlíus fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkaskurðlækningum árið 2008 og er einn fjögurra viðurkenndra sérfræðinga í greininni á Íslandi.

Auk þess að starfa á stofunni í Bæjarlind er Júlíus sérfræðingur við Háls-, nef og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi þar sem hann gerir stærri kjálkaaðgerðir. Hann er einnig lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Þar sér hann um klíníska og fræðilega kennslu 5. og 6. árs tannlæknanema auk þess að stunda rannsóknir í sérgrein sinni.

Hann er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands, Félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK) og Alþjóðasamtökum munn- og kjálkaskurðlækna (IAOMS). Hann hefur ritað greinar í fræðitímarit og flutt erindi um sérgrein sína á ráðstefnum bæði innanlands og utan.

kjalki.is

 

Úlfhildur Leifsdóttir

Tannlæknir, eigandi

Úlfhildur lauk Kandídatspróf frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1999 sem Cand. Odont Eftir útskrift fékk Úlfhildur tannlæknaleyfi á Íslandi og í Noregi og starfaði á Sunnhordaland Tannhelsetjeneste Stord klinik 1999 og 2000. Starfaði svo í eitt ár sem aðstoðartannlæknir hjá Elínu Sigurgeirsdóttur sérfræðingi í krónu og brúargerð í Reykjavík. Árið 2002 rak hún um skeið Tannlæknastofu Gunnars Erlings í Garðabæ í námsleyfi hans. Árið 2002 hóf hún eigin rekstur á Garðatorgi í Garðabæ ásamt þeim Guðrúnu Jónsdóttur tannlækni og Áslaugu Óskarsdóttur tannlækni þar til hún færði sig um set og opnaði Tannlæknastofuna Tannlind ásamt Guðrúnu Jónsdóttur tannlækni og Júlíusi Schopka Munn-og kjálkaskurðlækni í ágúst 2016.

Úlfhildur hefur starfað sem stundakennari í klíniskri tannfyllingu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands frá árinu 2014. Úlfhildur er meðlimur í Tannlæknfélagi íslands og stundar virka endurmenntun.

Úlfhildur er gift Gunnari Tryggvasyni verkfræðingi og eiga þau fjögur börn auk tveggja stjúpbarna.

 

Erna Björg Sigurðardóttir

Tannréttingasérfræðingur

Cand. odont frá H.Í. 22.júní 2002. Tannlækningaleyfi 23. júlí 2002 og í Danmörku 16.ágúst 2004. Starfaði sem almennur tannlæknir frá 2002 til 2010. Þar af 3 ár á Barnadeild Tannlæknaskóla Kaupmannahafnar 2004 til 2007. Sérfræðinám í tannréttingum við Tandlægeskolen Københavns Universitet frá 1.sept. 2010 til 31.ágúst 2013. Sérfræðingsleyfi í Danmörku 23.sept 2013, Specialtandlæge i Ortodonti. Sérfræðingsleyfi í tannréttingum á Íslandi 24. október 2013. Erna Björg er meðlimur í Tannréttingafélagi Íslands. Erna stundar tannréttingar á tannlæknastofunni Tannlind í Bæjarlind 12 í Kópavogi.

 

Gunnar Ingi Jóhannsson

Tannlæknir, munn- og kjálkaskurðlæknir

Gunnar útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2008 og var við framhaldsnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg í Danmörku árin 2013 – 2018.

Gunnar fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkasskurðlækningum árið 2018. Auk þess að starfa á stofunni í Bæjarlind gegnir Gunnar stöðu sérfræðings við Háls-, nef og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi og sinnir fræðilegri og verklegri kennslu 5. og 6. árs tannlæknanema við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Hann er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands og Félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK).

kjalki.is

 

Sif Matthíasdóttir

Tannlæknir

Nám:

Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974. Útskrifaðist sem Cand. odont. frá Háskóla Íslands 1980. Tannlækningaleyfi á Íslandi 4.nóv 1980 og í Svíþjóð 1981.

 

Störf:

Tannlæknir á Búðum við Fáskrúðsfjörð júní-nóvember 1980. Distrikttandläkere við Folktandvården í Lysekil í Svíþjóð frá mars 1981-júlí 1983. Skólatannlæknir í Reykjavík frá sept. 1983-mars 1984. Rak eigin tannlæknastofu í Reykjavík frá jan. 1984-1988 og síðar í Kópavogi frá ársbyrjun 1988-2016. Hóf störf á tannlæknastofunni Tannlind í Kópavogi í ágúst 2016. Stundakennari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands í formfræði tanna frá 1983 og í krónu og brúargerð með fyrirlestra á prekliník 1984-1987.

Félags og trúnaðarstörf: Í árshátíðarnefnd TFÍ 1985-´86. Ritari í stjórn TFÍ 1989-´91, endurskoðandi TFÍ 1991-2004.

 

Sif er gift Jörundi Svavarssyni B.Sc í líffræði 1977, M.Sc. frá Gautaborgarháskóla 1984 og fil. dr. 1987, prófessor við H.Í. og eiga þau 3 uppkomnar dætur og 7 barnabörn.

 

Anna Margrét Bjarnadóttir

Tannlæknir

Anna Margrét útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2017 og fékk tannlækningaleyfi í júlí sama ár. Hún hefur starfað á Tannlæknastofu Guðrúnar Jónsdóttur frá útskrift.

 

Unnur Flemming Jensen

Tannlæknir


Unnur hefur starfað á Tannlæknastofu Guðrúnar Jónsdóttur frá því 2015. Hún er sem stendur búsett í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún stundar sérnám í munn- og tanngervalækningum.

Unnur útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2015 og fékk Tannlækningaleyfi í júlí sama ár.

Sumarið 2014 fór Unnur til Tanzaníu í Afríku til að sinna tannlæknatengdu sjálfboðaliðastarfi á spítala í Bashay héraði, þar gerði hún rannsókn ásamt tveimur bekkjarsystrum sem var bæði kynnt á Dentsply keppni í Kaupmannahöfn og á IADR ráðstefnunni í Boston 2015.

Unnur hefur alltaf verið virk í félagslífi og var meðal annars formaður Félags íslenskra tannlæknanema og sat í Árshátíðar- og skemmtinefnd Tannlæknafélags Íslands eftir útskrift.