Tannréttingar

Vinsamlegast athugið að Erna Björk Sigurðardóttir, tannréttingasérfræðingur er flutt á Smáratorg 3, 201 Kópavogi (Turninn)

Tannréttingar eru fyrir fólk á öllum aldri

  • Það fer eftir tegund skekkjunnar á hvaða aldri best er að hefja meðferð.
  • Í mörgum tilvikum skiptir aldur ekki máli en í öðrum tilvikum getur vöxtur hjálpað til við að leysa vandamálið. Þess vegna eru margir í tannréttingum þegar vöxtur er hvað mestur.
  • Tannréttingarmeðferð tekur tvö ár í flestum tilvikum, en það fer eftir eðli skekkjunnar hversu langan tíma meðferðin tekur.
  • Fyrsta skoðun. Í fyrstu skoðun er meðferðarþörf metin, bit og tannstaða skoðuð.
  • Áður en meðferð hefst þarf að taka gögn. Gögn eru ljósmyndir, röntgenmyndir ásamt afsteypum af tönnum.   Mát eru tekin af efri og neðri tannboga og bit skráð og tannsmiður smíðar afsteypurnar. Erna greinir gögnin og vinnur meðferaráætlun sem er kynnt á fundi tveim vikum síðar.

Algengar meðferðir