Vinsamlegast athugið að Erna Björk Sigurðardóttir, tannréttingasérfræðingur er flutt á Smáratorg 3, 201 Kópavogi (Turninn)
Tannréttingar eru fyrir fólk á öllum aldri
- Það fer eftir tegund skekkjunnar á hvaða aldri best er að hefja meðferð.
- Í mörgum tilvikum skiptir aldur ekki máli en í öðrum tilvikum getur vöxtur hjálpað til við að leysa vandamálið. Þess vegna eru margir í tannréttingum þegar vöxtur er hvað mestur.
- Tannréttingarmeðferð tekur tvö ár í flestum tilvikum, en það fer eftir eðli skekkjunnar hversu langan tíma meðferðin tekur.
- Fyrsta skoðun. Í fyrstu skoðun er meðferðarþörf metin, bit og tannstaða skoðuð.
- Áður en meðferð hefst þarf að taka gögn. Gögn eru ljósmyndir, röntgenmyndir ásamt afsteypum af tönnum. Mát eru tekin af efri og neðri tannboga og bit skráð og tannsmiður smíðar afsteypurnar. Erna greinir gögnin og vinnur meðferaráætlun sem er kynnt á fundi tveim vikum síðar.
Við upphaf tannréttinga
- Fyrst eru tennur hreinsaðar og spangir eða teinar eru límdar á þær.
- Mismunandi tegundir eru til að spöngum/teinum. Farið er yfir valmöguleika með sjúklingi hvaða tegund af spöngum hentar best.
- Ásetning spanga er sársaukalaus og ekki er þörf á deyfingu.
- Nokkrum klukkutímum síðar verða tennurnar aumar og varir það ástand að meðaltali í fjóra til fimm daga. Ef eymslin eru slæm geta verkjalyf dregið úr einkennum.
- Meðferðinni er fylgt eftir með heimsókn á stofuna á fjögurra til sex vikna fresti og eftir hverja heimsókn má búast við eymslum í tönnum í sólarhring.
Tannburstun með teina
- Erfiðara er að halda tönnum hreinum þegar teinar/spangir hafa verið límd á tennurnar og því er mjög mikilvægt að ná tökum á góðri tannhirðu.
- Kennsla í tannhirðu með teina fer fram að lokinni uppsetningu tækjanna.
- Við leggjum áherslu á að allir sem eru í tannréttingum haldi áfram að fara reglulega í eftirlit hjá eigin tannlækni.
Við lok meðferðar
- Stoðbogar eru límdir á bakvið framtennur með tannfyllingarefni til að halda stöðu þeirra eftir meðferð.
- Stuðningsgóm er einnig skilað til að halda réttu biti og koma í veg fyrir að tennur leiti aftur í fyrra horf.
- Í flestum tilfellum er stuðningsgómur notaður tímabundið eða í eitt til tvö ár eftir meðferð. Fyrstu sex mánuði er hann notaður allan sólarhringinn en eftir það er hann einungis notaður á nóttunni. Ef tannrétting er framkvæmd á fullorðinsárum þarf oft að nota stuðningsgóm á nóttunni í lengri tíma.
Algengar meðferðir
Gómar/Forvarnarmeðferðir
- Börn á aldrinum sjö til níu ára geta verið með þvingað bit eins og krossbit sem er æskilegt að leysa snemma til að koma í veg fyrir stærra vandamál síðar. Þvingun í biti geta valdið vaxtarskekkjum í kjálkum og gómur til víkkunar efri kjálkans er dæmi um slíka forvarnarmeðferð.
- Forvarnarmeðferðir eru styttri meðferðir á aldrinum 7-9 ára og taka að meðaltali eitt ár.
- Tannréttingar snúast einnig um að stýra eða hafa áhrif ávöxt andlitsbeina en slíkar meðferðir eru kallaðar vaxtaraðlögunarmeðferðir. Meðferð við yfirbiti er dæmi um vaxtaraðlögunarmeðferð. Yfirbit er þegar framtennur í efri eru vel fyrir framan framtennur í neðri. Í öðrum tilvikum þarf að bíða eftir að vexti ljúki áður en hægt er að hefja meðferð.
Teinar/Spangir
- Eftir tannskiptin er algengast að nota teina til að rétta tennur og bit.
- Tannréttingar fullorðna eru ekki frábrugðnar tannréttingum barna og unglinga, nema að því leyti að svigrúm til réttinga er ekki jafn mikið. Vandamálin geta verið af ýmsum toga eins og þrengsli. Þrengsli tanna í tannboganum geta aukist með aldri. Framtennur geta orðið framstæðar. Tannréttingar fyrir smíði tanngerva eru algengar. Tennur og bit geta riðlast eftir tanntap svo dæmi séu tekin.